Öllum tilboðum hafnað í febrúardýpkun

17.Janúar'19 | 12:59
galilei_a_milli_garda

Galilei 2000 dýpkar hér á milli garða í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum í svokallaða febrúar-dýpkun Landeyjahafnar. Dýpkunarmagnið sem boðið var út var 100.000 m³ og var kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar uppá 130 milljónir króna.

„Öllum tilboðum hafnað á grundvelli þess að tilboð eru yfir kostnaðaráætlun og sum þeirra uppfylltu ekki kröfur útboðsgagna um afkastagetu.” segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

Fyrirtækið Björgun átti lægsta boð uppá tæpar 135 milljónir. Næst lægst bauð danska fyrirtækið Rohde Nilsen, en tilboð þeirra hljóðaði uppá tæplega 173 milljónir. Hæsta tilboðið kom frá Jan De Nul, sem bauð tæpar 220 milljónir í verkið.

Skilyrði um afköst uppá 12.000 m3 á sólarhring miðað við 1,4 m ölduhæð var sett inní skilmála útboðsins. Í svörum Vegagerðarinnar til Eyjar.net fyrr í mánuðinum sagði enn fremur að til samanburðar þá séu þetta ívið meiri afköst en Galilei 2000 hefur við þessa ölduhæð.

Ekki fékkst uppgefið hjá Vegagerðinni hvort hætt hafi verið við febrúar-dýpkunina eða hvort bjóða eigi verkið aftur út, en seinni valkosturinn verður þó að teljast ólíklegur þar sem stuttur tími er til stefnu.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).