Vestmannaeyjabær:

Til stendur að bjóða út rekstur kvikmyndahússins

15.Janúar'19 | 07:04
kvika

Kvikmyndahúsið er í Kviku. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir mál er varðar rekstur kvikmyndahúss í Kviku. Í fundargerð ráðsins segir að bæjarráð hafi rætt um núverandi fyrirkomulag reksturs kvikmyndahúss í Kviku. 

Þá segir að til standi að bjóða út rekstur kvikmyndahússins þegar búið verður að gera upp þrotabú fyrri rekstraraðila og ljóst hvernig eignir og lausafé (t.d. sýningarvélar og annar tæknibúnaður) skiptist milli kröfuhafa í búið. Talið er að þessari vinnu ljúki fljótlega.

Stefnt er að útboði í mars og búið er að ná saman við núverandi rekstraraðila, sem haldið hefur úti rekstri kvikmyndahússins frá því fyrri rekstraraðili fór í þrot, um að halda áfram starfsemi kvikmyndahússins þar til ráðist verður í útboð.

Bæjarráð fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja málinu eftir.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.