Vegagerðin er búin að ákveða að höfnin sé ekki heilsárshöfn

og ég neita að samþykkja það, segir formaður bæjarráðs

8.Janúar'19 | 15:11
njall_r_litil

Njáll Ragnarsson

Nú nýverið voru opnuð tilboð í dýpkun Landeyjahafnar fyrir svokallaða febrúar-dýpkun. Þar var fyrirtækið Björgun lægstbjóðendur, líkt og í fyrra útboði en það var til þriggja ára. 

Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs segir að Vegagerðin sé búin að ákveða að höfnin sé ekki heilsárshöfn, en hann neitar að samþykkja það.

Alger stefnubreyting sem við höfðum ekkert um að segja

„Varðandi dýpkun í Landeyjahöfn þá erum við náttúrulega mjög óhress hvernig staðið var að útboðinu sem opnað var í haust til næstu þriggja ára. Óánægjan er ekki síst með það að Vestmannaeyjabær fékk ekkert um málið að segja. Vegagerðin tók ein og óstudd þá ákvörðun að höfnin væri ekki lengur heilsárshöfn. Þetta er alger stefnubreyting sem við höfðum ekkert um að segja. Við komum mótmælum okkar á framfæri við Vegagerðina, þingmenn og ráðherra. Það er gersamlega óboðlegt að málin fari í svona ferli þar sem sveitarfélagið getur ekki gert neinar athugasemdir um eitt stærsta hagsmunamálið okkar sem eru samgöngur.” segir Njáll.

Sjá einnig: Hagkvæmast að nota öflugt dýpkunarskip til að opna höfnina

Leggjum við þunga áherslu á að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn

Njáll segir að það sem hræðir hann er að þeir aðilar sem eiga að sinna dýpkun í Landeyjahöfn ráði ekki við verkið. Sagan segir okkur bara að þetta gekk ekki vel á sínum tíma en auðvitað þarf það að koma í ljós og við vonum það besta.

„Svo getum við rætt hvað það er sorglegt í blíðunni sem er búin að vera í desember og janúar að það sé ekki hægt að dýpka og opna höfnina þegar svona vel viðrar. Klukkan 6 í morgun var ölduhæðin í landeyjum 1,4 metrar. Og af hverju er ekki verið að dýpka höfnina og opna hana? Skýringin er sú að Vegagerðin er búin að ákveða að höfnin sé ekki heilsárshöfn. Og ég neita að samþykkja það. Þess vegna leggjum við þunga áherslu á að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn þannig að hægt verði að laga hana og gera að heilsárshöfn eins og lagt var upp með í upphafi. Og þetta geri óháðir, utanaðkomandi aðilar án allrar aðkomu þeirra sem bera ábyrgð á stöðunni eins og hún er í dag, Vegagerðinni.” segir formaður bæjarráðs.

Sjá einnig: Frá miðjum nóvember fram í miðjan mars má reikna með töluverðum frátöfum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.