Fiskiðjuframkvæmd Vestmannaeyjabæjar:

Utanhússframkvæmdin fór 120 milljónum fram úr áætlun

8.Janúar'19 | 08:21
fiskidjan_2019

Fiskiðjan. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net greindi frá því um helgina að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðju-framkvæmdina væri kominn yfir 600 milljónir. Utanhúss-framkvæmdin ein og sér er komin 120 milljónir fram úr áætlunum.

Í umfjöllun Eyjar.net um þessa framkvæmd frá 15. maí 2017 birtist sundurliðuð fjárhagsáætlun þar sem fram kemur að utanhússframkvæmdir verði uppá kr. 184,4 milljónir og lóðafrágangur uppá samtals 19 milljónir. Í dag er kostnaðurinn við þessa liði hins vegar kominn í 326 milljónir. 

Raunar hljóðaði upphafleg fjárhagsáætlun fyrir utanhússframkvæmdina uppá 158 milljónir króna, líkt og fram kemur í bókun þáverandi meirihluta og fjallað er um neðst í þessari umfjöllun.

„Þetta er að mestu búið.”

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net það sé einhver smá frágangur eftir sunnan megin við húsið, vegna þeirra bygginga sem þar eru í gangi og svo er eftir að taka plast og eitthvað af gluggum vegna múrframkvæmdanna. „Þetta er að mestu búið.” segir Ólafur.

Aðspurður um bílastæði austan megin við húsið, segir Ólafur að það sé á áætlun þessa árs að gera bílastæði austan megin við. „Þau eru ekki einungis fyrir Fiskiðjuna heldur almenn bílastæði.”

Deilt um upphæðir árið 2016

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 20. júlí 2016 var málið til umfjöllunar. Þar tókust fulltrúi minnihlutans annars vegar og meirihlutinn hins vegar á vegna málsins. Vert er að rifja málið upp nú, í ljósi þeirra bókana sem þarna voru lagðar fram. Í bókuninni segir orðrétt:

Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Fyrir liggur verkfundagerð nr.18 frá 27.júní 2016. Einnig lagði framkvæmdastjóri fram minnisblað vegna framkvæmda að Ægisgötu 2, Fiskiðjunni. Fram kom að heildarkostnaður framkvæmda, þ.e. utanhússframkvæmda, hreinsunar og uppbyggingar innahúss verði 270 milljónir króna sem skiptist á árina 2014-2017. Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði á árinu 2016 fyrir rúmlega 155 milljónir króna. Fram kom að þörf er á 56 milljóna aukafjárveitingu til að hægt sé að klára þau verkefni sem þarf til að hægt sé að koma húsinu í notkun.
Ráðið samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu vegna framkvæmda í Fiskiðjunni upp á 56 milljónir króna á yfirstandandi fjárhagsári.
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Harma það að kostnaður vegna framkvæmda á Fiskiðjunni upp á 158 milljónir, stefni í að verða allt að 300 milljónir.
 
Georg Eiður Arnarson
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Kostnaðaráætlun vegna utanhússframkvæmda var 158 milljónir króna og stefna í það að verða 184 milljónir króna. Í minnisblaði framkvæmdastjóra kemur fram að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdir í Fiskiðjunni sé áætlaður 270 milljónir króna. Er þar með talið frágangur og hreinsun innanhúss sem ekki voru í áætlunum utanhússframkvæmdar enda um annað verk að ræða. Uppsetning fulltrúa E-lista er því villandi og röng.
 
Sigursveinn Þórðarson
Jarl Sigurgeirsson 
Sæbjörg Snædal Logadóttir 
Sindri Ólafsson 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).