Vestmannaeyjabær:
100 ára kaupstaðarafmæli
Í tilefni „aldarafmælisdagsins“ er efnt til sýningar á verkum Kjarval í Safnahúsinu á nýársdag
30.Desember'18 | 12:16Hinn 7. febrúar 2019 gefur Íslandspóstur út nýtt frímerki í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Áður höfðu Vestmannaeyjar fengið kaupstaðarréttindi ásamt fimm öðrum byggðarlögum 18. ágúst 1786, en þeir voru Reykjavík, Eskifjörður, Akureyri (Eyjafjörður), Ísafjörður (Skutulsfjörður) og Grundarfjörður.
Voru þessir sex kaupstaðir hinir fyrstu kaupstaðir á Íslandi. Hinn 22. apríl 1807 misstu Vestmannaeyjar kaupstaðarréttindi sín og litlu síðar eða 1836 voru allir kaupstaðir aðrir en Reykjavík lagðir niður. Smám saman fengu hinir niðurlögðu kaupstaðir réttindi sín að nýju og fleiri bættust við.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Vafalaust eru Eyjarnar þekktastar fyrir sitt fjölbreytta menningar- og tónlistalíf, einingu og samstöðu. Á það hefur reynt í stórum áföllum ekki síður en í gleði rómaðra bæjarhátíða. Stærst allra áfalla féll yfir 17. júlí 1627 er sjóræningjar frá Algeirsborg rændu Eyjarnar og fluttu út í ánauð 242 einstaklinga, drápu 36 en um 200 manns tókst að komast undan. Mikill ungbarnadauði á fyrrihluta 19. aldar og gríðarlegir fólksflutningar frá Eyjum til Vesturheims frá miðri síðustu öld höfðu einnig mikil áhrif á framvindu byggðar.
Saga Vestmannaeyja hefur best og mest verið samofin sögu sjávarútvegs og er gleggst að sjá í þeirri staðreynd að vatnaskil í fjölda íbúa verða þegar vélbátaöldin hófst í Eyjum árið 1906. Næstu árin breyttust Eyjarnar úr verstöð hægfara áraskipa í kaupstað sóknþungrar vélbátaútgerðar. Íbúafjöldinn, sem verið hafði verið 300-500 manns öldum saman fjórfaldaðist á tímabilinu 1906-1926, úr um 700 í 3000 íbúa. Vestmannaeyjar hafa allt frá upphafi vélbátaaldar verið ein stærsta verstöð landsins. En Ægir krafðist mikilla fórna og á fyrstu áratugum vélbátaaldar fórust sjómenn að heita mátti á hverri vetrarvertíð.
Árið 1920 keyptu Eyjamenn fyrsta björgunar- og varðskip í eigu Íslendinga er bar heitið Þór og ráku skipið þar til Landhelgisgæslan var stofnuð 1926. Þegar eldgos hófst í Heimaey, aðfaranótt 23. janúar 1973, var íbúafjöldinn kominn í 5.300 manns. Ein af afleiðingum eldgossins á Heimaey 1973 var veruleg fækkun íbúa, enda gjörbreyttar aðstæður til búsetu og um þriðjungur húseigna í Eyjum fór undir hraun og ösku. Íbúaþróun í Eyjum hefur verið heldur hagstæð síðustu ár og íbúafjöldinn um 4.300 manns í árslok 2018.
Í tilefni „aldarafmælisdagsins“ er efnt til sýningar á verkum Kjarval í Safnahúsinu á nýársdag. Athugið sýningin verður aðeins opin þennan eina dag. Opið verður frá 13-17.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37Tags
VestmannaeyjabærMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.