Meistaradeildin:
„Er ég sá minn old kantor oná Donald trampa”
29.Desember'18 | 20:49Í gær greindum við frá því hér á Eyjar.net að Guðmundur H. Guðjónsson trampaði á Trump í Ameríku-ferð sinni. Sigurgeir Jónsson og Guðmundur halda alltaf góðu sambandi meðan hann dvelur erlendis, með ljóðabréfum sem þeir senda hvor öðrum með ákveðnu millibili.
Sigurgeir sendi honum þessa vísu þegar hann sá myndbandið í fyrsta sinn:
Um mig læddist óskavor
og að mér setti krampa
er ég sá minn old kantor
oná Donald trampa.
Og í gær fékk Sigurgeir svo svohljóðandi svar að utan:
„Ástæðan fyrir því að ég hoppaði á stjörnu Trumps var sú að þegar ég kom þar að var fullt af fólki allstaðar frá í kringum stjörnuna, sem var að gefa henni fingurinn og svo taka mynd af því. Mér fannst þetta máttlaus andúð og ekki segja neitt. Tók ég mig því til og hoppaði á stjörnunni nokkrum sinnum við mjög góðar undirtektir viðstaddra, og ég hafði gaman af.” sagði Guðmundur og klikti út með eftirfarandi ljóði:
Gekk um torgið grandalaus
á gangstétt frægra stjarna
en Donald Trump með tóman haus
tróð sér líka þarna,
rétt mér þótti strax að stoppa
á stjörnu Donalds til að hoppa.
Þá sendi Sigurgeir vísu vestur um haf í dag vegna allra þeirra kommenta sem safnast hafa á vefnum.
Hér að þér safnast orðin,
ad centemum,
nú frægur ertu orðinn
að endemum.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.