Mikill halli hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands
23.Desember'18 | 10:44Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við mikinn rekstrarvanda en halli ársins 2018 stefnir í tvö hundruð milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í liðinni viku þar sem hún kynnti þeim starfsemina og það sem framundan er.
Fjárhagshalli ársins er mikill hjá HSU en Herdís bendir á að hann sé ekki mikill af heildarveltunni. Hún segir að búið sé að fá vilyrði fyrir 65 milljónum uppí þennan halla stofnunarinnar. Herdís segir að um sé að ræða ákveðnar leiðréttingar sem að koma inn og svo koma 30 milljónir til viðbótar vegna göngudeildar. Þá kemur væntanlega inn leiðrétting á því að tekjur stofnunarinnar hafa minnkað vegna breytts greiðslufyrirkomulags.
Gangi þetta allt eftir má búast við að endanlegur halli stofnunarinnar verði um 140 milljónir króna. Allt viðtalið við Herdísi má hlusta á hér.
Tags
HSU
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.