Meistaradeildin:
Þarf að horfa á Bamba mánaðarlega
18.Desember'18 | 14:44Dómari í Missouri-ríki í Bandaríkjunum leitar aðstoðar hjá Walt Disney til að sjá til þess að karlmaður, David Berry Jr., veiði aldrei aftur ólöglega. Berry var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir ólöglegar veiðar.
Hann var dæmdur fyrir að drepa dádýr ólöglega en hann tók eingöngu höfuðið og hornin af dýrum og skildi búkinn eftir til að rotna. Á meðan fangavistinni stendur þarf Berry að horfa á kvikmyndina „Bambi“ einu sinni á mánuði.
Í kvikmyndinni, sem er frá árinu 1942, er móðir Bamba skotin til bana af veiðimönnum.
Fram kemur í dómsorði að Berry, og fleiri úr fjölskyldu hans, hafi lengi stundað ólöglegar veiðar og veiðarnar sem hann sé dæmdur fyrir séu „toppurinn á ísjakanum“.
Berry var handtekinn í lok ágúst 2016 ásamt tveimur ættingjum sínum eftir tæplega níu mánaða rannsókn.
Mbl.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.