Úthlutað úr verkefninu „Viltu hafa áhrif?”

12.Desember'18 | 11:01
Vestmannaeyjar_3_sundl_utisv

Hæsta styrkinn í ár fékk Sundlaug Vestmannaeyja vegna kalda potts á útisvæði.

Verkefnið Viltu hafa áhrif? hefur verið í gangi í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar undanfarin ár. Í ár bárust á þriðja tug ábendinga og umsókna. Tíu verkefni hluti styrki í ár uppá samtals 10,9 milljónir.

 Ákveðið hefur verið að veita eftirfarandi verkefnum styrki á árinu 2019:

1. Karatefélag Vestmannaeyja 350.000 kr. vegna kaupa á búnaði. Forsvarsmaður Haukur Jónsson. 
2. Grafsíska-sögusýningin Gakktí bæinn 350.000 kr. Umsækjandi Kristinn Pálsson. 
3. Þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 250.000 kr. Umsækjandi Laufey Jörgensdóttir. 
4. Lionsklúbbur Vestmannaeyja 100.000 kr. vegna kaupa á þolþjálfunartæki fyrir HSU. Forsvarsmaður Sigmar Georgsson. 
5. Saga knattspyrnumóta í Vestmannaeyjum 250.000 kr. Umsækjandi Sigríður Inga Kristmannsdóttir. 
6. Afmælissýningu á goslokum 2019, 100.000 kr. Umsækjandi Sigurfinnur Sigurfinnsson. 
7. Ljósmyndasýning um Heimaeyjagosið og heimildaöflun Svavars Steingrímssonar 250.000 kr. Forsvarsmaður Sindri Ólafsson. 
8. Stuðningur við sjómannadagsráð vegna hátíðarhalda 250.000 kr. Forsvarsmaður Ríkharður Zoega. 
9. Skátafélagið Faxi vegna uppbyggingar á útisvæði í Skátastykki suður á Eyju 2.500.000 kr. Forsvarsmaður Frosti Gíslason. 
10. Sundlaug Vestmannaeyja vegna kalda potts á útisvæði 6.500.000 kr. Forsvarsmaður sundlaugagesta Erna Jóhannesdóttir.

Hér er um frábær verkefni að ræða sem auðga íþrótta- útivistar-, og menningarlíf og bæta aðstöðu almennt í Vestmannaeyjum, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.