Glæsilegt jólahlaðborð á Hraunbúðum

7.Desember'18 | 14:38
hraunbudir_hladbord_2018

Frá veislunni. Ljósmynd/hraunbudir.is

Í gær fimmtudag fór fram hið árlega jólahlaðborð Hraunbúða þar sem heimilisfólk og starfsmenn skemmta sér saman við góðan mat og skemmtun. 

Maturinn kom úr eldhúsi Hraunbúða og viljum við meina að þetta sé flottasta jólahlaðborð í bænum en það er Tómas Sveinsson bryti sem töfrar fram þessa gómsætu rétti með dyggri aðstoð okkar frábæra starfsfólks í eldhúsinu. Starfsfólk skiptir svo á sig verkum við að skreyta salinn, aðstoða við framreiðslu og sjá til þess að vel fari um heimilisfólkið okkar. 

Í ár var skemmtidagsskráin einkar glæsileg en Kitty Kovacs píanósnillingur ásamt Balazs Stankowsky, Mörtu Jónsdóttur og Ingveldi Theódórsdóttur byrjuðu dagsskránna með nokkrum fallegum jólalögum.  Síðan tók Una Þorvaldsdóttir við og söng fyrir okkur þrjú falleg jólalög.  Að því loknu flutti Séra Viðar Stefánsson hugvekju á léttu nótunum. 

Síðust og ekki síst voru svo söng-og tónlistarhópurinn Blítt og Létt sem tóku fullt af skemmtilegum lögum og með textann á skjá svo allir gátu sungið vel.  Stemningin var svo dásamleg að líklegast hefur aldrei verið setið svo lengi við þessa skemmtun áður.  Þar sem þakklæti er okkur svo hugleikið á aðventunni með fallegum innslögum frá Landakirkju, viljum við senda innilegt þakklæti til þessara frábæru listamanna sem gerðu kvöldið svo eftirminnilegt, til okkar frábæra starfsfólks og til okkar yndislega heimilisfólks, segir í frétt á heimasíðu Hraunbúða.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is