Fréttatilkynning frá Krónunni

Yfir 300 viðskiptavinir Krónunnar aðstoða við val á styrktarmálefnum

8 milljónir veittar til góðgerðarmála

2.Desember'18 | 10:25
Krónan_Akrabraut

Ljósmyndir/aðsendar

Góðgerðarstyrkur Krónunnar, sem veittur er fyrir jólin ár hvert, var í ár valinn með hjálp viðskiptavina Krónunnar á samfélagsmiðlum. Sérstök áhersla var á að styrkja félög sem sinna matarúthlutunum. 

Fá þau félög styrk í formi gjafakorta sem gefa skjólstæðingum félaganna kost á að versla sjálfir í matinn.

Yfir þrjúhundruðir viðskiptavinir tóku þátt í að tilnefna styrkþega og voru fjölmörg málefni tilnefnd. Í ár var því ákveðið að fjölga styrkþegum í tuttugu en í fyrra voru þeir fimmtán.

,, Krónan vill leggja sitt að mörkum til þess að gera öllum kleift að eiga gleðileg og áhyggjulaus jól.

 Síðastliðin ár höfum við fengið viðskiptavini til þess að aðstoða okkur við val á málefnum. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað margir tóku þátt og greinilegt að hugur fólks er hjá þeim sem líða skort yfir hátíðarnar“ sagði Karen Rúnarsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar við þetta tilefni.

Eftirfarandi aðilar fengu styrk í þetta sinn:   

 

Gjafakort fyrir þá sem sinna matarúthlutun:

Mæðrastyrksnefnd Akraness

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Hjálpræðisherinn

Jólasjóður Fjarðarbyggðar

Kirkjan á Selfossi

Kirkjan í Vestmannaeyjum

Velferðarsvið Reykjanesbæjar

Fjölskylduhjálpin

 

Fjárstyrkir:

Downs félagið

Einstök börn

Frú Ragnheiður

Hjálpræðisherinn

Kirkjan á Selfossi

Konukot

Krabbameinsfélagið

Kraftur

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Neistinn

Samhjálp

Tags

Krónan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-