Fréttatilkynning:
Sælgætissala Kiwanis
30.Nóvember'18 | 13:14Ágætu bæjarbúar nú um helgina mun vaskir sveinar úr Kiwanisklúbbnum Helgafell arka um bæinn og selja hið árlega jólasælgæti Kiwanis. Viðtökur bæjarbúa hafa ávallt verið góðar og vonumst við eftir áframhaldi á því.
Salan á jólasælgætinu er stærsta fjáröflun okkar og hefur fjármagnað mörg góð verk hér í bæjarfélaginu. En við höfum gefið rúm, göngugrind og annað slíkt á Hraunbúðir og HSU. Við höfum gefið þrjá fíkniefnahunda til lögreglunnar og hitamyndavél á björgunarbátinn Þór svo eitthvað sé nefnt.
Verðið á öskjunni þetta árið er kr. 2000 og er því ráð að skella sér í hraðbanka til að vera tilbúinn þegar þessir jólasveinar mæta. Einnig er hægt að nálgast sælgætisöskjur hjá Kiwanisfélögum og í Tvistinum fram að jólum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.