Fréttatilkynning:

Jólamarkaður í Höllinni um helgina

29.Nóvember'18 | 13:01

Jólamarkaðurinn verður í Höllinni um helgina.

Bjóðum ykkur öllsömul velkomin á Jólamarkaðinn í Höllinni 1. og 2. desember milli klukkan 12.00 og 17.00. Þar munu listamenn, handverksfólk og fyrirtæki vera með verk sín og þjónustu til sölu. 

Einnig verður kaffihús þar sem verður hægt að fá kaffi, kakó og jólalegar veitingar. Þá er krakka horn þar sem verður hægt að litla jólamyndir og hver veit nema óvæntir gestir láti sjá sig á laugardaginn milli 14-15.

Kíktu við og fáðu angan af jólunum og verslaðu einstakar gjafir undir tréið í ár. Verið dugleg að deila þessum frábæra markaði, gott aðgengi fyrir aldraða og fatlaða. Hlökkum til að sjá sem flesta, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.