Fréttatilkynning:

10. bekkingar í GRV sinna gangbrautarvörslu

29.Nóvember'18 | 15:13
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. 

Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina.

Verkefnið er dyggilega stutt af Landsbankanum sem styrkir lokaferðasjóð 10. bekks GRV auk þess að færa nemendum í 1. – 7. bekk endurskinsmerki að gjöf og útvega vesti fyrir gangbrautarverðina. Gangbrautirnar sem þeir munu vakta eru fjórar; á Skólavegi, á Kirkjuvegi við Vallagötu, á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegs og við Hraunbúðir. 

 “Frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd. Gefur nemendum tækifæri til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. ” segir Ásdís Tómasdóttir deildarstjóri unglingastigs GRV.  

 “Lögreglan hvetur ökumenn, sem og gangandi vegfarendur, til að gæta fyllsta öryggis í umferðinni. Sérstaklega á það við nú þegar svartasta skammdegið gengur yfir en þá eru börn á leið til og frá skóla. Sérstaklega á það við á morgnana. Lögreglan hvetur gangandi vegfarendur til að nota endurskinsmerki. Þá eru ökumenn hvattir til  að gæta fyllstu athygli nærri skólum bæjarins sem og og annar staðar í umferðinni. “ segir Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.

 “Landsbankinn vill með þessu framlagi leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að öryggi barna og unglinga í umferðinni hér í Vestmannaeyjum.   Við bindum miklar vonir við að vel takist til hjá þessum flottu krökkum í 10. bekk að gæta þeirra sem yngri eru.  Frábært framtak hjá þeim, GRV og lögreglunni.” segir Jón Óskar Þórhallsson, útibússtjóri Landsbankans í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).