Knattspyrna:

Óskar Elías Zoega aftur í ÍBV

27.Nóvember'18 | 21:59
oskar_og_halldor_ibv

Óskar hér ásamt Halldóri Geirssyni sem einnig skrifaði undir á dögunum. Mynd/ÍBV

ÍBV hefur fengið varnarmanninn Óskar Elías Zoega Óskarsson aftur í sínar raðir en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær. Óskar er uppalinn Eyjamaður en á síðasta tímabili spilaði hann með Þór í Inkasso-deildinni. 

Óskar Elías spilaði alla leiki Þórs síðastliðið sumar en eftir tímabilið ákvað hann að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann er nú kominn aftur til ÍBV þar sem hann varð bikarmeistari árið 2017. Greint var frá þessu á Fótbolta.net í dag. 

Samtals hefur Óskar skorað fimm mörk í 77 meistaraflokksleikjum á ferlinum en hann hefur einnig spilað með KFS og BÍ/Bolungarvík á ferlinum. 

Tags

ÍBV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.