Lions gefur HSU fjölþjálfa
27.Nóvember'18 | 13:24Þann 22. nóvember 2018 kom hópur manna úr Lionsklúbbi Vestmannaeyja á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og færði stofnunni tækjagjöf.
Um er að ræða fjölþjálfa af gerðinni Nustep T5XR og æfingabekk af gerðinni Follo Diem 3Section. Heildarverðmæti gjafarinnar er 1.400.000. Tækin er kærkomin viðbót í tækjasal sjúkraþjálfunar í Vestmannaeyjum og koma sér einstaklega vel.
Með þessari gjöf er þjónusta við skjólstæðinga HSU í Vestmannaeyjum bætt til muna. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur í gegnum tíðina stutt dyggilega við bakið á stofnunni með gjafaframlagi sínu og er HSU ákaflega þakklát þeim ómetanlega stuðningi Lionsmanna. Án stuðnings frá félagasamtökum eins og Lions, væri búnaður stofnunarinnar rýrari, segir í frétt HSU.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.