Fréttatilkynning:
Jólin fara að koma ! ! !
27.Nóvember'18 | 10:33Já, þannig hugsuðu margir þegar farið var að auglýsa 1.des kaffið eins og það hét í þá gömlu góðu daga, en í dag heitir þetta Líknarkaffið. Tilgangurinn með Líknarkaffinu er enn þann dag í dag sá sami og var, að safna peningum til kaupa á tækjum og tólum fyrir heilbrigðisstofnunina hér í bæ.
Til gamans má geta þess að þann 21.nóvember afhenti Kvenfélagið Líkn fjögur tæki til Heilbrigðsstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum að andvirði tæplegar krónur 2,7 miljónir.
Í áratugi hafa bæjarbúar og fyrirtæki komið í kaffi til okkar og kíkt á jólabasarinn. Nú er komið að því einu sinni enn. Líknarkaffið og basarinn er nk. fimmtudag, þann 29.nóvember í Höllinni milli klukkan 15-17.
Eins og áður rennur allur ágóði af sölunni til kaupa á tækjum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Komið og styrkið gott málefni.
Kvenfélagið Líkn.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.