Knattspyrna:

Halldór Páll semur aftur við ÍBV

26.Nóvember'18 | 18:14
halldor_pall

Halldór Páll Geirsson

Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson gerði í dag nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt ÍBV. Halldór Páll rifti á dögunum samningi sínum við ÍBV og skoðaði sig um. Á endanum ákvað hann hins vegar að gera nýjan samning í Eyjum. 

„Ég talaði við stjórnina og þjálfarann í nokkur skipti og þau náðu að sannfæra mig um að taka allavega tímabil í viðbót þar," sagði Halldór Páll við Fótbolta.net í dag 

Halldór fór til danska félagsins Lyngby til reynslu á dögunum og gekk vel. Hann er ekki með samningstilboð þaðan en ef Lyngby býður honum samning á hann kost á að taka því tilboð. Þetta staðfesti Halldór við Fótbolta.net í dag. 

Halldór Páll spilaði 16 leiki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og var valinn mikilvægastur hjá ÍBV á tímabilinu. 

ÍBV fékk á dögunum portúgalska markvörðinn Rafael Veloso í sínar raðir. Markvörðurinn Derby Carillo, sem var hjá ÍBV í fyrra, er hins vegar farinn frá félaginu, segir í frétt fotbolta.net.

Tags

ÍBV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.