Opið bréf til forráðamanna Herjólfs ohf.

Mörgum spurningum enn ósvarað

24.Nóvember'18 | 14:17
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýrri ferju sem rekin verður af opinberu hlutafélagi Vestmannaeyjabæjar.

Undirritaður vill að leggja nokkrar spurningar fram hér á miðlinum til forráðamanna Herjólfs ohf. og til eina hluthafans í félaginu, þ.e bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.

Hér eru spurningarnar til Herjólfs ohf.

  1. Eru mönnunarmál á nýja Herjólfi komin á hreint frá Samgöngustofu?
  2. Ef svo er hvernig er þeim háttað hversu margir stýrimenn verða um borð í hverri ferð, hversu margir vélstjórar, hversu margir hásetar, hversu margar þernur, verður kokkur?
  3. Samkvæmt samningi Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar var samið um verð sem á að vera 1400 kr. fyrir farþega og 700 kr. fyrir öryrkja og eldri borgara. Einnig fá einstakligar með lögheimili í Vestmannaeyjum 50 % afslátt af þessu verði, bifreið undir 5 m á að greiða 2220 kr. Svo birtið þið siglingaáætlun og verðskrá þann 26.10.2018 þar sem verðið fyrir einstakling verður 1600 kr. og 2300 kr. fyrir bifreið undir 5 m sem gerir 200 kr. hækkun fyrir einstakling og 80 kr. fyrir bifreið undir 5m. Ég spyr hvað liggur til grunvallar þessari ákvörðun stjórnar Herjólfs ohf að hækka fargjöldin og var hún tekin með vitund og vilja eiganda félagsins?

 

Hér eru spurningarnar til eina hluthafans í félaginu.

  1. Var breyting verðskrá Herjólfs ehf tekin með vitund og vilja hluthafans?
  2. Ef svo er finnst þá hluthafanum ekki skjóta skökku við að þurfa að hækka gjaldskrá hjá félagi sem er ekki hefur hafið rekstur?
  3. Ef hluthafinn var ekki með í ráðum er það ekki skylda hans að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga og ganga í það að stjórn Herjólfs ohf breyti verðskránni í samræmi við samning Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar?
  4. Ef að þessi ákvörðun var tekin án vitundar og vilja eigandans er þá ekki kominn upp mikill trúnaðarbrestur milli stjórnar Herjólfs ohf og eigandans?

 

Halldór Bjarnason

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.