Kvenfélagið Líkn og Oddfellowstúkan Vilborg gefa til HSU
23.Nóvember'18 | 16:28Á miðvikudaginn síðastliðinn fór fram formleg gjafaafhending á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Það voru fulltrúar frá Kvenfélaginu Líkn og Oddfellowstúkunni Vilborgu sem færðu stofnunni gjafirnar fyrir hönd sinna félaga.
Kvenfélagið Líkn hefur verið tryggur bakhjarl HSU gegnum tíðina og færði stofnunni að þessu sinni fjögur tæki, blóðrannsóknatæki, sjúklingalyftu, svefnrannsóknartæki og CRP mælingartæki samtals að verðmæti 2.658.023. Oddfellowstúkan Vilborg gaf til stofnunarinnar tvö tæki að þessu sinni, hjartalínuritstæki og sjónvarp, samtals að verðmæti 1.608.710. Stúkan hafði auk þess fært stofnunni súrefnismettunarmæli fyrir börn að upphæð 300.000 fyrr á þessu ári.
Tækin er kærkomin viðbót fyrir starfsemina í Vestmannaeyjum og koma sér einstaklega vel. Með þessum gjöfum er þjónusta og öryggi skjólstæðinga HSU í Vestmannaeyjum bætt til muna. Stofnunin er ákaflega þakklát þeim ómetanlegum stuðningi félagasamtakana tveggja, því án þessa stuðnings væri tækjakostur stofnunarinnar mun rýrari.
Tags
HSU
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.