Hvíslið:
Hugmynd fyrir bæjarstjórn
23.Nóvember'18 | 10:49Í tæpan áratug var Eyjamönnum lofað að Landeyjahöfn yrði heilsárshöfn, þegar ný hentug ferja kæmi. Nú koma þeir sem þessu lofuðu og segja að frátafir verði miklar frá miðjum nóvember fram í miðjan mars. Þó að ný ferja verði komin.
Í þessu ljósi er nú hvíslað um hvort ekki sé rétt að krefjast þess að á móti höfum við tvær ferjur (núverandi Herjólf og nýjan Herjólf) til að sigla á móti hvor öðrum í fjóra til fimm mánuði yfir sumarið. Það gæti talist til sárabóta (skaðabóta) fyrir byggðarlagið, sem hefur þurft að þola brostnar vonir allt of oft síðustu árin í samgöngum á milli lands og Eyja.
Höfum það einnig hugfast í þessu samhengi hvað ríkið sparar sér háar upphæðir á sandmokstri í hálfsárshöfninni, með nýjum samningum við Björgun. Nú er lag að krefja ríkið um öflugar samgöngur á meðan höfnin helst opin.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...