Sumarlokanir leikskóla:
Meirihluti foreldra vill breytt fyrirkomulag
20.Nóvember'18 | 10:44Á dögunum var gerð þjónustukönnun er varðar sumarlokanir leikskóla í Vestmannaeyjum. Á fundi fræðsluráðs í gær kynnti fræðslufulltrúi niðurstöður úr könnuninni.
Samtals 154 svöruðu könnuninni, þar af vildu 68,2% breytt fyrirkomulag en 31,8% halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Þeir sem kusu breytt fyrirkomulag völdu milli þriggja valmöguleika:
1) Kosið á hverju ári um tvö lokunartímabil.
2) Lokað fyrstu þrjár vikur í júlí og val um tvær vikur þannig að leyfi barns verði 5 vikur samfellt.
3) Fest verði tvö lokunartímabil sem verða til skiptis milli ára. 66,7% völdu kost 2, 22,9% völdu 3 og 10,5% kost 1.
Ráðið þakkar þeim er tóku þátt í könnunni og felur skólaskrifstofu í samvinnu við skólastjórnendur leikskóla að skipuleggja sumarlokun leikskóla eftir þessum ábendingum, segir í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.