Fréttatilkynning:
Fjör og alvara í Ásgarði um helgina
15.Nóvember'18 | 14:18Sjálfstæðisfélögin bjóða velunnurum sínum upp á fræðslu í sveitarstjórnarmálum líðandi stundar laugardaginn nk. 17. nóvember kl. 17:00 undir yfirskriftinni Hin pólitíska alda stigin; Ólga í Eyjum.
Þær stöllur Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins leiða fræðsluna og tvinna saman aðferðafræði í sveitarstjórn við líðandi stund í pólitíkinni hér í Eyjum. Mikið hefur gengið á þessa fyrstu mánuði kjörtímabilsins og því ekki verra að líta létt yfir farinn veg.
Súpumeistarar Ásgarðs bjóða svo gestum upp á súpu og Eyverjar fylgja í kjölfarið með létta bargátu (e. Pubquiz) og leiki og ennþá léttari veitingar. Sara Renee mætir svo á svæðið og syngur fyrir okkur af sinni alkunnu snilld.
Fréttatilkynning.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...