Umhverfis- og skipulagsráð:
Áfram rætt um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð
14.Nóvember'18 | 10:47Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var áfram rætt um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Formaður skipulagsráð fór yfir stöðu málsins en að störfum er vinnuhópur sem skipaður var til að finna framtíðarsvæði undir tjaldstæðin.
Sjá einnig: Senda málið aftur til vinnuhóps
Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum
Bæði meiri- og minnihlutinn í ráðinu bókuðu um málið. Í bókun meirihlutans segir að fulltrúar E og H listans telji mikilvægt að koma á framtíðarlausn fyrir tjöldun í tengslum við Þjóðhátíð þar sem tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð hefur verið til bráðabirgða til 5 ára á byggingareiti við Áshamar. Sú ákvörðun var aldrei grenndarkynnt enda fór hún ekki formlega inn í ráðið og því engin gögn til um ákvörðunina.
Einnig harma fulltrúar E og H listans það ábyrgðaleysi fulltrúa D-listans þar sem þeir bókuðu á 293 fundi um kostnaðartölur og veikja þannig samningsstöðu Vestmannaeyjabæjar með því að opinbera þær. Kostnaður tilheyrir ekki ráðinu en fulltrúar D-listans höfðu ekkert um skipulagið að segja sem tilheyrir ráðinu. Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum og halda sig við það sem tilheyrir þeirra ráði.
Eru fullfærir um að skilja sitt hlutverk í ráðinu hjálparlaust
Í bókun minnihlutans segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji fjarri lagi að það sé ábyrgðarleysi að hugsa um skattfé íbúa og vísa því á bug. Þvert á móti er það mat okkar að ábyrgðarleysi sé að hugsa ekki út í kostnaðartölur við ákvarðanatöku sama hvers eðlis málið er, en umræddar kostnaðartölur voru þess eðlis að okkur þykir ekki verjandi að fara í þessa framkvæmd og höfum m.a. komið með tillögur að öðrum ódýrari lausnum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fullfærir um að skilja sitt hlutverk í ráðinu hjálparlaust og frábiðja sér fullyrðingar um annað.
Ráðið fundar með starfshópnum
Niðurstaða málsins var að ráðið muni funda með starfshópnum á næstunni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.