Bæjarráð fundar með heilbrigðisráðherra
12.Nóvember'18 | 08:13Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var umræða um heilbrigðismál. Þar var lögð fram bókun sem allir bæjarfulltrúar kvittuðu undir. Í bókuninni segir:
Bæjarráð ræddi við forstjóra HSU á óformlegum simafundi í gær [á miðvikudag]. Rætt var um öryggis og þjónustustig HSU í Vestmannaeyjum, langan viðbraðstíma sjúkraflugs og fleira. Fram kom í máli forstjórans að sónarþjónusta ætti að geta hafist mjög fljótlega aftur og er það fagnaðarefni, einnig kom fram að unnið væri að því að fá augnlækni aftur í þjónustu við íbúa Vestmannaeyja. Mun bæjarrráð hitta forstjórann aftur um mánaðarmótinn þar sem alvarleg staða heilbrigiðsþjónustu í Eyjum verður rædd og sú framtíðarsýn sem forstjórinn hefur fyrir HSU í Vestmannaeyjum.
Bæjarstjórn hefur fundið fyrir pólitískum vilja við að koma aftur á skurðstofuvakt í Vestmannaeyjum, sá vilji hefur hins vegar ekki verið sýndur í verki, mikilvægt er að allir sem að málinu koma séu lausnarmiðaðir og tilbúnir til að koma aftur á þessum mikilvæga öryggisþætti fyrir íbúa og gesti í Vestmannaeyjum. Bæjarráð mun eiga fund með heilbrigðisráðherra á næstu dögum til að ræða heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, segir í bókun bæjarstjórnar.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.