Útboð um dýpkun Landeyjahafnar:

Unnið að samningum við Björgun

9.Nóvember'18 | 14:17

Dýpkað í Landeyjahöfn. Mynd/úr safni

Fyrirtækið Björgun ehf. átti hagstæðasta tilboðið í dýpkun Landeyjahafnar og var tilboðið rúmlega 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið er til næstu þriggja ára. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfestir við Eyjar.net að unnið sé að samningum við Björgun. 

Sjá einnig: Með tilkomu nýrrar ferju þarf að sjálfsögðu ekki að dýpka eins mikið

Fram kom í svari Vegagerðarinnar í síðustu viku að skilyrðum í útboði til dýpkunar sé einkum skipt upp í tvennt, annars vegar verðinu sem gaf þá 65% og hins vegar tækjabúnaði sem verktakinn bauð og var þá horft á afkastagetu, stjórnhæfni skips, getu til að dýpka við mismunandi öldufar og dýpi og ýmsir fleiri þættir.

Sjá einnig: Björgun bauð lægst í dýpkun Landeyjahafnar

Telja að forsendur útboðs hafi engan veginn verið nægjanlega kröfuharðar af hálfu Vegagerðarinnar

Á bæjarstjórnarfundinum í gær var eftirfarandi bókun samþykkt varðandi dýpkun í Landeyjahöfn:

Bæjarstjórn ítrekar fyrri bókanir sínar og tekur undir bókanir bæjarráðs af fyrirhuguðum dýpkunarframkvæmdum í Landeyjahöfn. Timinn sem tekur að opna höfnina hverju sinni skiptir samfélagið afar miklu máli. Þess vegna skipta afköst dýpkunarbúnaðar miklu máli þann tíma sem færi gefst til dýpkunar. Bæjarstjórn telur að forsendur útboðs hafi engan veginn verið nægjanlega kröfuharðar af hálfu Vegagerðarinnar hvað þetta atriði varðar.

Bæjarstjórn hvetur þingmenn kjördæmisins til að beita sér í málinu og tryggja að samið verði við aðila sem býr yfir nægilega öflugum tækjakosti til að tryggja þær þarfir sem samgöngur við Vestmannaeyjar krefjast, segir í bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem samþykkt var samhljóða.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).