Ekki unnt að funda vegna anna
7.Nóvember'18 | 06:46Á þar síðasta fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund bæjarráðs vegna stöðu heilbrigiðsþjónustu í Vestmannaeyjum. Aftur var fjallað um málið á síðasta fundi ráðsins.
Í bókun ráðsins segir: Forstjórinn sá sér hvorki fært að sækja fund ráðsins, né eiga símtal um stöðu mála sökum anna. Ekki er búið að ákveða fundartíma. Hins vegar er búið að tímasetja fund í nóvember með heilbrigiðsráðherra vegna sömu mála.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að forstjóri Heilbrgiðisstofnunar Suðurlands verði við beiðni ráðsins um fund vegna stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Það skiptir máli að sá fundur verði haldinn sem fyrst og á meðan vinna við gerð fjárlaga er enn í gangi.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.