Setja upp raforkustöð á Heimakletti
1.Nóvember'18 | 13:38Á þar síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir erindi ISAVIA ohf. sem sótti um leyfi fyrir raforkustöð við ljósamastur á Heimakletti. Það var ekki samþykkt í ráðinu og var óskað eftir tillögu sem félli betur að umhverfinu.
Þó ráðið hafi synjað erindinu og óskað eftir nýjum tillögum var ráðist í jarðvegsframkvæmdir á Heimakletti, líkt og ofangreind mynd ber með sér.
Umhverfis- og skipulagsráð fundaði aftur í gær og bókaði þannig um málið:
Ráðið getur ekki samþykkt umbeðna staðsetningu á raforkustöð en heimilar tímabundið leyfi til 12 mánaða á eftirfarandi hnit E:437063,628 / N:327829,619, en sú staðsetning hefur engin sjónræn áhrif frá bænum.
Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti. Þá skal Isavia fjarlægja aflagðan rafmagnskapal og ganga betur frá röskuðu svæði við ljósamastur. Allur frágangur skal vera í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...