Safnahelgin framundan - kynntu þér dagskrána

1.Nóvember'18 | 06:52
eyjar_kvold_gig

Margt er um að vera á Safnahelgi í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Í dag klukkan 17.00 hefst dagskrá Safnahelgarinnar formlega. Þá opnar Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) ljósmyndasýningu í Eldheimum. Dagkráin heldur svo áfram á morgun og lýkur á sunnudaginn.

Dagskrá Safnahelgarinnar lítur svona út:

Fimmtudagurinn 1. nóvember

ELDHEIMAR

Kl: 17:00 Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) opnar ljósmyndasýningu.

 

Föstudagurinn 2. nóvember

SÆHEIMAR

Kl: 15:00 Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.  Ljósmyndir af bjargvættunum sem komu með pysjur til okkar á árinu.

 

EINARSSTOFA

Kl. 18:00 opnar Ellý Ármanns sýninguna Lof um kvenlíkamann. Hlynur Sölvi Jakobsson flytur lög af plötum sínum við opnunina.

 

ELDHEIMAR

Kl: 20:30 les Kristinn R. Ólafsson úr þýðingu sinni á verkinu Soralegi Havanaþríleikurinn eftir Petro Juan Gutierrez. Hljómsveitin Cubalibre slær nokkra kúbanska tóna.

 

 

Laugardagurinn 3. nóvember

SAFNAHÚS

 Kl. 11:00 kynnir og les Ásta Finnbogadóttir úr nýrri barnabók sinni Hvalurinn við Stórhöfða.  Teikningar Sigurfinns Sigurfinnssonar úr bókinni prýða barnadeildina okkar um Safnahelgina.

 

SAFNAHÚS

 Kl. 13:00 koma í heimsókn rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Bjarni Harðarson og Halldóra Thoroddsen sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.

 

 

Sunnudaginn 4. nóvember

SAGNHEIMAR

Kl. 12:00-13:00 Saga og súpa.

Halldór Svavarsson kynnir og les úr nýútkominni bók sinni Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Að því tilefni verða einnig sýndar myndir úr eigu eins leiðangursfara, Þorvaldar Guðjónssonar frá Sandfelli sem varðveittar eru í Héraðskjalasafni Vestmannaeyja.

 

Aukinn opnunartími safna og sýninga um Safnahelgi:

 

ELDHEIMAR kl. 13-17: Sýning Didda fimmtud., föstud., laugard. og sunnud.

SAFNAHÚS kl. 13-17: Sýning Ellýjar Ármanns laugard. og sunnud.

SÆHEIMAR kl. 15-18: Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins föstud. og kl. 13-16 laugard. og sunnud.

SAGNHEIMAR kl. 13-16: Sýning úr Gottuleiðangrinum laugard. og sunnud.

BÓKASAFNIÐ kl. 13-17: Opið laugard.

Minnt er á hin frábæru veitingahús bæjarins til að gera góða helgi enn betri.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.