Kjartan Vídó ráðinn markaðsstjóri HSÍ

1.Nóvember'18 | 17:49

HSÍ hefur ráðið nýjan starfsmann á skrifstofu sambandsins. Það er Kjartan Vídó Ólafsson sem tekur við stöðu markaðsstjóra HSÍ og mun hafa umsjón með markaðs- og kynningarstörfum sambandsins ásamt öðrum tilfallandi störfum.

Kjartan er 39 ára gamall frá Vestmannaeyjum, búsettur í Garðabæ. Kjartan hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum og starfaði nú síðast hjá Guðmundi Arasyni ehf.

HSÍ bindur miklar vonir við ráðningu Kjartans en vill á sama tíma þakka Bjarka Sigurðssyni fyrir vel unnin störf, segir í tilkynningu frá sambandinu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.