Tveir leikmenn rifta samningum við ÍBV

29.Október'18 | 16:14
atli_arnars_ibv_fb

Atli Arnarson er á förum frá ÍBV. Mynd/ÍBV

Tveir leikmenn hafa á síðustu dögum ákveðið að rifta samningum við knattspyrnudeild ÍBV. Um er að ræða Markvörðurinn efnilega Halldór Pál Geirsson og miðjumanninn Atla Arnarson, en hann hefur spilað fyrir félagið síðustu tvö tímabil.

Halldór Páll var búinn að vera í viðræðum við ÍBV en samkomulag um framhaldið náðist ekki. Halldór Páll spilaði 16 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og var valinn mikilvægastur hjá ÍBV að tímabilinu loknu. Hann sagði við vefmiðilinn fotbolti.net að hann hafi fundið fyrir töluverðum áhuga en verið búinn að ákveða það strax að koma heiðarlega fram við ÍBV og spá ekkert í því fyrr en hann væri búinn að sjá hvort það myndi nást samkomulag um nýjan samning þar.

Atli sagði hins vegar í samtali við sama miðil ástæðuna vera að veturinn sé aðeins öðruvísi þarna (í Eyjum). „Hópurinn er tvískiptur og ég er búinn að vera lengi í þannig umhverfi eftir að hafa spilað með Stólunum og búið í bænum. Þannig mig er farið að langa til að æfa með sama liðinu allt árið.”

Tags

ÍBV

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.