Bæjarráð Vestmannaeyja:
Þolinmæðin er löngu þrotin
19.Október'18 | 06:23Á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis í kjördæmaviku var aðaláhersla bæjarstjórnar lögð á stöðu heilbrigiðisþjónustu í Vesmannaeyjum. Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni.
Það liggja fyrir skýrslur og greiningar varðandi þessi mál en eftir þeim er ekki farið og í raun hefur ekkert gerst frá því að ""tímabundin"" lokun skurðstofu var ákveðin árið 2013. Þolinmæðin er löngu þrotin. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með heilbrigiðsráðherra vegna stóðu mála í heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á að þingmenn kjördæmisins, sem og aðrir þingmenn, leggist á árarnar með okkur í því að koma þjónustu- og öryggisstigi í viðunandi horf. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á næsta fund bæjarráðs til þess að ræða stöðu heilbrigðiþjónustu í Eyjum, segir enn fremur í bókun bæjarráðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.