Eyþór Ingi og allir hinir í Alþýðuhúsinu

19.Október'18 | 15:05

Eyþór Ingi verður með tónleika og uppistand í Alþýðuhúsinu á morgun, laugardag.

Það er ekkert lát á vinsældum Eyþórs Inga. Uppselt víðsvegar um landið og kemur hann nú fram í fyrsta skipti í Alþýðuhúsinu i Vestmannaeyjum.  Alþýðuhúsið er að ganga í endurnýjun lífdaga og er nú eitt best búna tónleikahús landsins.  

Eyþór Ingi er án efa einn af okkar fremstu söngvurum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni.

“Eitt Skemmtilegasta show sem ég hef farið á”
-Ívar Guðmundsson

“Frábærir tónleikar...svo er líka gott að gráta af hlátri sannur listamaður”
-Siggi Sigurjóns

 “Frábær skemmtun , söngur, sögur og eftirhermur á hemsmælikvarða. Mæli með þessu fyrir alla. Eyþór er æðislegur”
-Rúnar Freyr (Gíslason)

“Salurinn bókstaflega veltist um af hlátri.  það er klárt mál að ADHD hefur aldrei verið skemmtilegra.” 
-Bleikt & Dv

 "Þrátt fyrir allan hláturinn og grínið þá stendur uppúr kvöld með einstökum listamanni. Hann kom td. verulega á óvart sem gítar og píanóleikari, sem söngvari er hann á öðru leveli en flestir og lagavalið var einstaklega gott."
-Rúnar Eff

 

Tónlekarnir eru í Alþýðuhúsinu á morgun, laugardag og hefjast klukkan 20.30. Hér má kaupa miða.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.