Í bjarma sjálfstæðis - myndbönd

17.Október'18 | 06:25
vestmannaeyjar_1915_ads_sagnh

Ljósmynd/aðsend

Á sunnudaginn síðastliðinn var dagskrá í Sagnheimum undir yfirskriftinni „Í bjarma sjálfstæðis”. Þar fluttu þeir Ragnar Óskarsson, sagnfræðingur og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir erindi. Góð mæting var á viðburðinn og var það mál manna að erindin hafi verið fræðandi og skemmtileg.

Erindi Ragnars hét ,,1918- skin og skúrir“. Þar var staldrað við nokkra þætti og atburði sem einkum settu svip sinn á daglegt líf Vestmannaeyinga þetta afdrifaríka ár.

Þórólfur flutti erindið ,,Spánska veikin 1918-heimurinn-Ísland-Vestmannaeyjar". Margir tengja árið 1918 við spönsku veikina. Þar var varpað ljósi á inflúensur þessa tíma, spönsku veikina á heimsvísu, á Íslandi og hér í Vestmannaeyjum.

Halldór B. Halldórsson tók dagskrána upp og má sjá hana hér að neðan.

 

Tags

Sagnheimar

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.