Dóra Björk Gunnarsdóttir:

Fór ekki inn í stjórn Herjólfs ohf til að sprengja verkefnið

til þess að hægt væri að skila því til ríkisins

17.Október'18 | 13:33
dora_bjork

Dóra Björk Gunnarsdóttir

Dóra Björk Gunnarsdóttir, sem óskaði í síðustu viku lausnar frá störfum í stjórn Herjólfs ohf. skrifar pistil á facebook-síðu sína í dag. Þar fer hún nánar yfir stjórnarsetu sína í félaginu og það sem hefur gerst síðan að hún óskaði lausnar frá störfum.

Pistil Dóru Bjarkar má lesa hér að neðan í heild sinni:

Að taka að sér trúnaðarstörf fyrir samfélagið sitt er ábyrgðarhlutverk sem allir reyna að gera vel og eftir sinni eigin sannfæringu. Ég kann því illa að venslafólk og kunningjar mínir til margra ára séu að halda því fram á samfélagsmiðlunum og á internetinu hvaða manneskju ég hafi að geyma en geta ekki sagt það við mig augliti til auglitis.

- Ég fór ekki inn í stjórn Herjólfs ohf til að sprengja verkefnið til þess að hægt væri að skila því til ríkisins
- Ég reyndi mitt besta til að fá gögn, fá verkefni og kalla eftir breyttu vinnulagi stjórnar en varð ekki ágengt, eflaust hefði ég getað kvartað hærra eða barið í borðið
- Ég sendi stjórnarformanni póst þar sem ég bað um að fá vikulegar upplýsingar frá framkvæmdanefndinni sem og spurði hvort það væri til einhver verkáætlun stjórnar. 
- Ég fundaði með fulltrúa D listans í bæjarráði tveimur vikum áður en ég bað um lausn frá stjórnarstörfum. Þar fór ég yfir áhyggjur mínar af framgangi verkefnisins og starfsháttum stjórnar. Ég sagðist vera að hugsa um að ganga úr stjórninni og bað fulltrúi D listans mig um að ræða þessi mál við stjórnarformanninn áður en ég tæki ákvörðun, ég reyndi það en fékk ekki svörun.
- Það væri óábyrgt af mér sem stjórnarmanni í Herjólfi ohf að hafa ekki áhyggjur af mannauði fyrirtækisins og af allri þeirri þekkingu sem er að fara út úr rekstrinum. 
- Ég hafði ekki annarleg markmið með setu minni í stjórninni og fór þarna inn í þeirri von að kunnátta mín og reynsla myndi nýtast í þessu verkefni. Til að mynda er það fyrirtæki sem ég stýri stærsti einstaki viðskiptavinur Herjólfs í dag í farþegaflutningum og þykist ég því hafa einhverja kunnáttu á því hverjar séu þarfir íbúanna og samfélagsins.
- Já ég er eflaust súr yfir því að hafa ekki haft tækifæri til að vinna að þessu verkefni eins og ég tel að hefði verið farsælast, ég er súr yfir því að stjórnarformaður hafi ekki svarað mér á sama tíma og hann gat fundað með öðrum stjórnarmönnum og ég er líka súr yfir því að nota hafi átt nafnið mitt innan stjórnar en ekki þá mannkosti sem ég hef að geyma.

Í grein sem Helga Kristín, Trausti og Hildur Sólveig skrifuðu á eyjar.net í síðustu viku stendur meðal annars: ,,Höldum fókus, látum ekki ósætti eða sérhagsmuni einstakra aðila varpa skugga á eða draga úr mikilvægi og nauðsyn þess að þetta mikilvæga verkefni fái að halda áfram að blómstra.“ Hvað merkir þessi setning? Hver stendur fyrir ósættinu og hverjir eru sérhagsmunir einstakra aðila?

Fleiri skrif fulltrúa D listans sem mér finnast einkennileg bara svona fyrst ég er byrjuð að kasta steinum úr glerhúsi

- Samlíkingarnar sem ég las á samfélagsmiðlunum í gær þar sem verið er að líkja baráttu bæjarins vegna niðurfellingu fasteingagjalda eldri borgara við baráttu fólks gegn þrælahaldi og kúgun kvenna. Þetta er hræðileg samlíking sem gerir lítið úr báráttunni sem var háð fyrir mannréttindum. Í alvöru er þessi niðurfelling á fasteignagjöldum eldri borgara eina leiðin sem hægt er að fara til auðvelda þeim að búa í heimahúsum? Ef þessi leið sem bærinn er búinn að vera að fara er ólögleg eigum við samt að halda áfram að fara hana, hefði ekki verið betra að berjast fyrir breytingum á lögunum en að halda áfram að gera þetta ólöglega?
- Frístundastyrk til 18 ára aldurs í skipulögðu tómstundastarfi, ég skil ekki hugmyndina. ÍBV íþróttafélag er að ég best veit þeir einu sem halda úti skipulögðu tómstundarstarfi fyrir þennan aldurshóp og eru ekki að rukka æfingagjöld frá sautjánda aldursári. Fyrir hvern er þá þessi frístundastyrkur? Hefði ekki verið sniðugt að heyra í fulltrúum ÍBV varðandi útfærslu á þessu? 
- Hefur fullttrúi E listans sem er líka í stjórn fimaleikafélagsins meiri hagsmuna að gæta í frístundastyrkmálinu heldur en þeir bæjarfulltrúar sem eiga börn á aldrinum 2-16 ára? Fimleikafélagið fær ekki þennan aur inn á bankareikning heldur eru þeir lagðir inn á foreldra og er þetta þá að mínu mati fyrst of fremst hagsmunamál heimilanna. 
- Manndrápsgirðingar við Týsheimili, af hverju heyrðist ekkert í ykkur við uppsetningu þessarar girðingar? Væri ekki eðlilegra að láta forsvarsmenn félagsins og bæjarins vita af þessu heldur en að nota þetta í pólitískum tilgangi?

Ég er sammála fulltrúa D listans að mannauðurinn í Eyjum er mikill og dýrmætur, komum vel fram við fólkið okkar hvar sem það er í pólitík, hrósum fyrir það sem vel er gert, rýnum til gagns en ekki vera að gera lítið úr fólki sem er eins og þið að reyna sitt besta.

 

Dóra Björk

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.