Bæjarstjórinn ósáttur við vinnu Bonafide

- rekstrarfélag nýja Herjólfs greitt Bonafide sem nemur rúmlega 1400 þúsund krónum fyrir vinnu lögmannsstofunnar

17.Október'18 | 16:00
herj_nyr_cr_sa_c

Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja í apríl 2019. Mynd/Crist S.A

Í samtali við Stundina segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Íris Róbertsdóttir, að hún telji að það sé ekki við hæfi að fyrirtæki í eigu stjórnarformanns nýja Herjólfs vinni fyrir fyrirtækið. Ítarlega er fjallað um málefni Herjólfs ohf. á vefsíðu Stundarinnar í dag.

Þar segir m.a:

Segja má að Íris sé æðsti ráðamaður nýja Herjólfs sem bæjarstjóri í Eyjum en bærinn er eini eigandi ferjunnar nýju. Íris segir að hún hafi nefnt þetta við Lúðvík Bergvinsson tvívegis þar sem hún telji þetta ekki vera eðlilegt. „Ég tel þetta vera óeðlilegt. [...] Ég hef komið því á framfæri við stjórnarformanninn að ég telji þetta mjög óeðlilegt.  Ég er búinn að gera það, og ég er búinn að gera það tvisvar. Mér finnst þetta óeðlilegt, að í þessu máli sé það lögmannsstofa stjórnarformannsins sem vinni þessa vinnu.“

Íris segir að hún skoði nú vinnu og vinnulag stjórnar rekstrarfélags nýja Herjólfs í stærra samhengi. Hún segir að afsögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrr í mánuðinum hafi gert það að verkum að hún telji að skoða þurfi störf stjórnarinnar. „Það sem ég er að gera núna er að fara yfir stöðuna á verkefninu og vinnulag stjórnarinnar. Bréfið frá stjórnarmanninum gaf tilefni til þess ég myndi gera þetta,“ segir bæjarstjórinn.

Stundin bað Írisi um að athuga hversa mikið Bonafide hefði unnið fyrir rekstrarfélag Herjólfs á síðustu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar segir Íris að á þessari stundu hafi rekstrarfélag nýja Herjólfs greitt Bonafide sem nemur rúmlega 1400 þúsund krónum fyrir vinnu lögmannsstofunnar fyrir félagið. Ekki er víst hvort þetta er öll vinnan sem Bonafide hefur unnið fyrir rekstrarfélagið þar sem eingöngu er um að ræða þá reikninga frá lögmannsstofunni sem félagið hefur greitt nú þegar. 

 

Alla greinina má nálgast á vef Stundarinnar.

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...