Lokað fyrir bókanir í nýjan Herjólf

- sérlega slæmt fyrir ferðaþjónustuna

16.Október'18 | 11:30
herjolfu_lan_landgang

Hægt er að bóka ferðir í Herjólf út mars-mánuð eða þar til að Eimskip hættir rekstri ferjunnar. Ljósmynd/TMS

Enn er ekki hægt að bóka far með Herjólfi eftir 31. mars 2019. Er þetta sérlega bagalegt fyrir þá sem selja ferðir til ferðamanna til Eyja. Miðað er við að hlutafélag Vestmannaeyjabæjar - Herjólfur ohf. taki við rekstrinum þann 1. apríl næstkomandi.

Eimskip getur opnað fyrir sölu með mjög stuttum fyrirvara, sé þess óskað

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs tjáði sig um þetta fyrir rúmum mánuði í viðtali við Eyjar.net. Grípum niður í svar Gunnlaugs frá 12. september:

„Vegagerðin fór þess á leit við Eimskip í byrjun júní að setja í sölu ferðir eftir 1. okt. Það var gert og eftir það var þegar hægt að bóka ferðir milli lands og Eyja út mars 2019 og þannig er það nú. Hvað þá tekur við er óvissa en rétt að segja það hér að við hjá Eimskip getum mjög stuttum fyrirvara, ef óskað er eftir því, sett í sölu ferðir út árið 2019 eða lengur ef áhugi er á því.”

Vantar ákvörðun frá stjórn Herjólfs ohf. um áætlun og gjaldskrá

Eyjar.net fékk viðbrögð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra vegna málsins.

„Ég fékk fyrst ábendingu um það í síðustu viku að ekki væri hægt að bóka ferðir í Herjólf eftir 31. mars 2019. Ég tel það óásættanlegt. Ég fékk þær upplýsingar að það vantaði ákvörðun frá stjórn Herjólfs ohf. um áætlun og gjaldskrá svo hægt sé að opna fyrir þessar bókanir. Ég kom þessum áhyggjum mínum á framfæri við stjórn félagsins í síðustu viku.“ segir bæjarstjóri.

„Engin ferð í boði þennan dag”

Magnús Bragason er hótelstjóri á Hótel Vestmannaeyjum. Hann segir í samtali við Eyjar.net að erlendir ferðamenn sem ætli að koma til Íslands skipuleggi ferðina flestir haustið áður, en margir mun fyrr. Þá velja þeir viðkomustaði á landinu, en vinsælast er að fara vikuferð um Suðurland. Þegar þeir reyna að bóka ferjuferð til Vestmannaeyja fá þeir svarið; „Engin ferð í boði þennan dag”.

Hafa átt fund með fulltrúum stjórnar Herjólfs ohf.

Magnús segir ástæðuna vera þá að ekki hefur verið opnað fyrir bókanir í Herjólf fyrir komandi sumar, fyrr en um miðjan vetur. „Þetta höfum við í ferðaþjónustunni gagnrýnt á hverju ári undanfarin fimm ár, en lítið hefur breyst. Það verður til þessa að margir sem mögulega hefðu valið að gista í Eyjum sleppa því og velja aðra kosti. Stjórn ferðamálasamtakanna hefur átt fund með fulltrúum stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið var yfir þessi mál. Það er brýnt að ný bókunarsíða Herjólfs fari í loftið sem allra fyrst og opnað fyrir bókanir fyrir næsta sumar. Hins vegar er gott starfsfólk að störfum á skrifstofu Herjólfs. Það hefur leyst vel úr málum og ekki við þau að sakast.”

Langþreyttur af ruglinu í kringum samgöngurnar

Magnús segir að það séu spennandi tímar fram undan í ferðamennsku í Eyjum. „Gott orðspor sem veitingastaðirnir og söfnin okkar hafa unnið sér, nýtt hvala og lundasetur og náttúra Eyjanna draga að gesti. Við finnum fyrir miklum áhuga ferðamanna á að koma á næsta ári. Til að mynda ætlar stór bandarísk ferðaskrifstofa að koma með 70 hópa og gista hér þrjár nætur.

Maður er orðin langþreyttur af ruglinu í kringum samgöngurnar. Dýpkun Landeyjahafnar var til að byrja með í höndum manna sem notuðu grafskip sem þeir sóttu til Danmerkur. En þangað var það komið því það átti að fara í brotajárn. En sem betur fer tóku síðan aðilar við verkinu sem hafa til þess betri áhöld. Það yrði því sorglegt ef ekki verður samið við menn sem valda þessu erfiða verkefni til næstu ára.

Mikilvægt er að Eyjamenn stöndum saman. Við erum með málin í okkar höndum og getum lagað margt af því sem okkur hefur fundist betur mátt fara.” segir Magnús Bragason.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.