Lagt til að starfshópi verði falið að meta stöðu stoðkerfis GRV
1.Október'18 | 08:03Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku voru umræður um stoðkerfi Grunnskóla Vestmannaeyja. Í bókun ráðsins kemur fram að fræðsluráð leggi til að stofnaður verði starfshópur sem fær það verkefni að meta stöðu stoðkerfis Grunnskóla Vestmannaeyja.
Í starfshópnum munu sitja skólastjóri GRV, tveir kennarar sem skipaðir af Kennarafélagi Vestmannaeyja, fulltrúi foreldrafélagsins, formaður fræðsluráðs og fræðslufulltrúi. Áður hefur verið fjalla um úrbætur á skólastarfi meðal annars á fundi fræðsluráðs nr. 297. Er stofnun þessa hóps næsta skref í að efla skólastarf í Vestmannaeyjum.
Niðurstöður hópsins skulu skilast til fræðsluráðs fyrir 15. nóvember nk. Tillagan var samþykkt samhljóða í ráðinu.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.