Deilir áhyggjum vegna dýpkunar og fundar með Vegagerðinni

30.September'18 | 16:52
iris_landeyjah

Samsett mynd.

„Já, í ljósi reynslunnar deili ég þessum áhyggjum. Þegar lægstbjóðandi sá um þessa dýpkun síðast reyndist tækjakostur þeirra hvorki nógu afkastamikill né áreiðanlegur og tók dýpkunin oft langan tíma. Þetta hefur verið í betra horfi síðan núverandi aðili tók við þessu verkefni.”

Þetta segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum aðspurð um hvort hún deili áhyggjum af niðurstöðum útboðsins um dýpkun Landeyjahafnar næstu árin.

Sjá einnig: Björgun bauð lægst í dýpkun Landeyjahafnar

„Af þessum ástæðum hafði ég samband við Vegagerðina strax og niðurstaða útboðsins lá fyrir og lýsti þessum áhyggjum okkar. Þeir svara því til að auðvitað séu gerðar ákveðnar kröfur í þessum efnum í útboðsgögnunum sem bjóðendur í verkið verði að uppfylla. Ég óskaði engu að síður eftir fundi með Vegagerðinni áður en gengið verður til samninga á grundvelli útboðsins og á það var fallist. Sá fundur verður í næstu eða þarnæstu viku.” segir Íris.

Þessu tengt: Vegna útboðs á dýpkun Landeyjarhafnar næstu þrjú ár

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).