Fór ekki rétt með varðandi lóðaúthlutun
13.September'18 | 10:07Eyjar.net ræddi í gær við annan tveggja nefndarmanna Eyjalistans í umhverfis- og skipulagsráði. Jónatan Guðni Jónsson hefur setið fyrir listann í umhverfis og skipulagsráði frá því í lok síðasta kjörtímabils.
Jónatan Guðni sagði í viðtalinu að þegar verið var að vísa máli er varðar leyfi til að byggja raðhús í Áshamrinum frá, á sínum tíma hafi ekki verið búið að úthluta raðhúsalóðum í Foldahrauni. Þetta stenst ekki skoðun.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja númer 283, sem haldinn var 16. apríl 2018 sækir Ragnar Már Svansson Michelsen f.h. Masala ehf. um tvær raðhúsalóðir í Foldahrauni. Ráðið samþykkti á fundinum að úthluta lóðum og var tekið fram að umsækjandi skuli skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. okt. 2018.
Á næsta fundi á eftir (nr.284), sem haldinn var þann 30. apríl sl. kom neðangreind fyrirspurn fyrir ráðið:
Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir.
„Júlíus Hallgrímsson óskar eftir að fyrirspurn hans sem ráðið tók fyrir á 281 fundi verði tekin fyrir að nýju. Bréfritari óskar eftir afstöðu ráðsins fyrir að breyta notkun fjölbýlishúsalóða vestan við Áshamarsblokkir í raðhúsalóðir.
Niðurstaða ráðsins var að ráðið vísar til fyrri bókunar. Fyrirspurnin samræmist ekki gildandi skipulagi.”
Það er því ljóst að eftir að búið var að úthluta lóðinni í Foldahrauni, synjaði Jónatan Guðni ósk bréfritara um að breyta viðkomandi lóðum í raðhúsalóðir.
Þessu tengt:
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...