Víða samskonar girðingar og sú er sett var upp við Hásteinsvöll
- meðal annars í Vestmannaeyjum
6.September'18 | 08:19Girðing norðan megin við Hásteinsvöll var rædd á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Í fundargerð ráðsins segir að komið hafi fram gagnrýni á þá tegund girðinga sem notuð er við Hásteinsvöll.
Vegagerðin fór í kjölfar af alvarlegu slysi á Miklubraut í Reykjavík árið 2017 í að fjarlægja samskonar girðingar sem voru á milli akreina Miklubrautar. Reykjavíkurborg hefur ekki séð ástæðu til að fjarlægja slíkar girðingar við Fjölnisvöll, Víkurskóla, Egilshöll eða Framvöllinn og á fleiri stöðum þar sem þær standa með sama tilgangi og girðingin við Hásteinsvöll.
Sjá einnig: Skoða hvort hætta stafi af girðingu við Hásteinsvöll
Þá segir í fundargerðinni að einnig sé vert að benda á að samskonar girðingar eru víða um land meðfram vegum og einnig í Vestmannaeyjum, eins og úti á Eiði og á Ásavegi við Sóla. Ráðið þakkar fyrir þessa yfirferð og áréttar mikilvægi þess að ítrasta öryggis sé gætt við val á girðingum og að ekkert sé slegið af öryggi vegfarenda.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.