Staðsetning nýrrar slökkvistöðvar endurskoðuð

31.Ágúst'18 | 10:11
IMG_4495

Málin rædd í fundarhléi. Mynd/TMS

Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar og eldvarnareftirlits voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi. 

Þar var tekist á um málið og er ljóst að ekki eru allir sannfærðir að besta staðsetning stöðvarinnar sé í Löngulág, líkt og vinnuhópur á vegum bæjarins setti fram sem fyrsta kost.

Sjá einnig: Hugmyndir að nýrri slökkvistöð við Löngulág

Njáll Ragnarsson sagði dapurlegt væri hversu langur tími hafi farið í þetta mál. Það hafi verið rætt í áratugi án niðurstöðu. Hann sagði núverandi húsnæði slökkviliðsins væri orðið alltof lítið og algjörlega óboðlegt. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri benti á að nýkeyptur körfubíll væri geymdur uppí flugvelli þar sem ekki væri pláss fyrir hann í húsakynnum slökkviliðsins.

Helga Kristín Kolbeins, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins benti á að í aðalskipulagi standi að þarna eigi að vera láreist byggð. Hún spurði einnig hvernig stöðin muni falla inní umhverfið á svæðinu? 

Ósætti um sáttatillögu

Allir bæjarfulltrúar eru sammála um að slökkviliðið þurfi nýtt húsnæði, og lagði bæjarstjóri áherslu á að sátt næðist um málið. Bæjarstjóri benti á að tillaga vinnuhópsins hafi verið samþykkt 5-0. Eftir töluverðar umræður lagði meirihlutinn fram sáttatillögu sem fólst í að málinu yrði vísað aftur til yfirferðar hjá framkvæmda- og hafnarráði. 

Minnihluti Sjálfstæðisflokks lagði fram bókun um málið sem hljóðar svo:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að verið sé að vinna að lausn við að finna framtíðarhúsnæði fyrir slökkviliðsstöðina.

Stýrihópur sem hafði það hlutverk að koma með tillögur að staðsetningu stöðvarinnar benti á nokkra kosti fyrir stöðina og að svæðið austan við Kröflu væri sá kostur sem fyrst ætti að skoða. Nú liggja fyrir frekari gögn og ljóst að bygging sem er 9,5 metrar að hæð og með 800 fermetra grunnflöt er mjög afgerandi í heildarmynd þess svæðis sem á eftir að deiluskipuleggja á malarvellinum við Löngulá og í aðalskipulagi þess svæðis er áhersla á lágreista byggð.

Í ljósi nýrra gagna teljum við ákjósanlegra að skoða betur aðra kosti sem bent er á í minnisblaðinu. Við bendum á mikilvægi þess að taka með í reikninginn umhverfissjónarmið, rekstrarhagkvæmni og kostnað en jafnframt að öryggi íbúa sé ávallt tryggt eins og best verður á kosið.

Í kjölfarið kom fram frávísunartillaga, sem borin var upp af Njáli Ragnarssyni, oddvita E-lista:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að vísa málinu aftur til framkvæmda- og hafnarráðs til að koma á móts við kröfu Sjálfstæðismanna um endurskoðun á málinu þar sem framkvæmda- og hafnarráð fari aftur yfir þá kosti sem í boði eru.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H- og E-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).