Hrund heimsmeistari í lyftingum

23.Ágúst'18 | 22:47
hrund_sc_2018

Hrund Scheving

Hrund Scheving náði í dag þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í ólympískum lyftingum á HM í svokölluðum „mastersflokkum“ sem fram fer í Barcelona á Spáni. Hrund er sem kunnugt er frá Vestmannaeyjum.

Hrund vann gullið í -69 kílógramma flokki, 40 til 44 ára. Hrund bætti um betur og sló einnig heimsmet í flokknum í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri. Hún lyfti 78 kílóum í snörun, 94 í jafnhendingu og því samanlagt 172 kílóum.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá Hrund Scheving.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...