Mælt með að Angantýr verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá Vestmannaeyjabæ
21.Ágúst'18 | 16:24Ráðning framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í dag. Fyrir ráðinu lá minnisblað frá Capacent.
Íris Róbertsdóttir kynnti minnisblaðið og Ragnheiður S. Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent fór yfir ferlið varðandi ráðningu á nýjum framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og svaraði spurningum ráðsmanna.
Í niðurstöðum minnisblaðsins frá Capacent sem undirritað er af Ragnheiði S. Dagsdóttur kemur fram:
"Með vísan til þess sem að framan er rakið var það faglegt mat undirritaðrar að Angantýr Einarson hafi verið hæfasti umsækjandinn um starfið. Sú niðurstaða byggir á heildstæðu mati á menntun og reynslu ásamt frammistöðu hans í viðtali auk þeirra upplýsinga sem fram komu í umsögnum."
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að ráða Angantýr Einarsson framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs samkvæmt niðurstöðu Capacent á bæjarstjórnarfundi 30. ágúst n.k.
Tags
Vestmannaeyjabær
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...