Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri í viðtali við Eyjar.net

Ráðningar á Herjólf

13.Ágúst'18 | 05:50
gulli_ol

Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi. Ljósmynd/TMS

Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi til átta ára var ekki einn þeirra þriggja sem ráðinn var til að stýra nýrri ferju sem rekin verður af nýstofnuðu félagi í 100% eigu Vestmannaeyjabæjar. Guðlaugur hefur starfað á Herjólfi í þrettán ár og gegnt stöðu fyrsta skipstjóra í tæp þrjú ár. 

Þar með bar hann ábyrgð á skipinu, vöktum og mannaráðningum. Ekki þarf að fjölyrða um að Guðlaugur var langreynslumesti ferjuskipstjórnarmaðurinn sem sótti um starfið.

Ritstjóri Eyjar.net settist niður með Guðlaugi um borð í Herjólfi og ræddi við hann um þann farsa sem við tók eftir að honum hafði verið tilkynnt um ráðningu sína.

Ráðningarferlið

Guðlaugur sótti um starfið þegar það var auglýst í vor. Hann var í framhaldi boðaður til viðtals hjá Capacent sem annaðist ráðninguna. Skömmu áður hafði stjórn Vestmannaferjunnar Herjólfs ohf. ráðið framkvæmdastjóra/verkefnastjóra til starfa án auglýsingar.

Framkvæmdastjórinn nýráðni Gunnar Karl Guðmundsson, tók á móti Guðlaugi í viðtalinu auk fulltrúa Capacent. Guðlaugur segir að þegar að hann var búinn að vera í um 20 mínútur í viðtalinu hafi Gunnar Karl tjáð honum að hann væri ráðinn í stöðuna. Guðlaugi fannst það skrítið að hann væri ráðinn strax þar sem ekki voru öll viðtöl við umsækjendur lokið. Gunnar sagði að Ohf væri undir tímapressu og því væri þetta á hreinu að ég yrði yfirskipstjóri.  Á næstu dögum voru þeir í sambandi um framhaldið og var m.a unnið að því að fá Guðlaug lausan frá núverandi vinnuveitanda hans.

Guðlaugur sýnir ritstjóra póstsamskipti þar sem Gunnar Karl fer þess á leit við Gunnlaug Grettisson að losa Guðlaug sem fyrst, svo hann komist utan að huga að nýju ferjunni. Gunnar Karl Guðmundsson hætti síðan skyndilega í starfi fyrir félagið, en fram kom í fréttatilkynningu frá stjórn Herjólfs að hann ætti að starfa fyrir félagið út október 2018. Hann var hins vegar einungis í starfinu í rúmar fimm vikur. 

Ráðinn og svo ekki ráðinn?

Guðlaugur fékk svo sérstakt símtal frá Capacent þann 4. júlí sl. þar sem hann er boðaður í annað starfsviðtal. Guðlaugur spurði viðkomandi starfsmann Capacent hvers vegna, þar sem viðkomandi hafi verið vitni af því að því þegar hann var ráðinn á staðnum í síðasta viðtali. Var það rökstutt með að þetta væri ,,round 2“..

Þegar Capacent hringir svo í Guðlaug 13. júlí til að tilkynna honum að það sé búið að ráða í stöðuna spyr Guðlaugur hvort þetta sé staða fyrsta skipstjóra? Því gat Capacent ekki svarað og því urðu þau að hringja í stjórnarformann Ohf, Grím Gíslason og spyrja hann af því. Capacent hringdi svo aftur í Guðlaug eftir að þau hefðu talað við Grím og staðfestu eftir Grím að þetta væri staða yfirskipstjóra, sá sem ráðinn var yrði í Póllandi og eins myndi hann aðstoða Ohf við ráðningar á skipið.

Guðlaugi var þá boðið að láta umsókn sína fljóta með í stöðu 2 og 3. Það afþakkaði hann. ,,Það er skrítið að auglýsa eftir einum skipstjóra en ætla svo að ráða þrjá. Hver vegna var þá ekki auglýst eftir umsóknum í allar þrjár stöðurnar strax?“ spyr Guðlaugur.

Með lögfræðing í vinnu fyrir sig

Guðlaugur er eðlilega gáttaður á vinnubrögðum nýstofnaðs félags. Þá segir hann að enn hafi hann ekki fengið neinn rökstuðning fyrir ráðningum í stöðu skipstjóra. ,,Ég er með lögfræðing í vinnu við að reyna að fá fram gögn í málinu og gæta hagsmuna minna, því ég tel ljóst að þessi ákvarðanataka hafi verið ólögmæt. En enn hefur stjórnin ekki haft manndóm í sér að leggja fram rökstuðning fyrir sinni ákvörðun. Né hvers vegna þetta leikrit var sett af stað að maður sem var ráðinn var allt í einu ekki ráðinn. Ég hef gert bæjarstjóra grein fyrir málinu. Ohf. er fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjóri og bæjarstjórn fara með eigandavaldið, hafa eftirlit og bera pólitíska ábyrgð ef fulltrúar sem þeir hafa skipað misfara með stöður sínar. Því fannst mér rétt að upplýsa bæjarstjóra um málið og skora á hann að kynna sér málið.“   

Góður kennari

Guðlaugur segist þó geta verið stoltur, af þessum þremur góðum drengjum sem voru ráðnir. Þar sem hann þjálfaði tvo þeirra í stöðu skipstjóra og leiðbendi hinum þriðja hvernig væri best að sigla í Landeyjar síðasta vor þegar Baldur leysti Herjólf af.  Guðlaugur vill að endingu óska nýjum skipstjórum til hamingju með störfin og vonar að nýja ferjan eigi eftir að reynast vel í siglingum á milli lands og Eyja.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.