Uppfærð frétt
Ein breyting gerð á stjórn Herjólfs ohf.
8.Ágúst'18 | 15:43Í dag var haldin hluthafafundur hjá Herjólfi ohf. Grímur Gíslason, stjórnarformaður Herjólfs ohf. sagði í samtali við Eyjar.net að þar hafi formaður stjórnar farið yfir stöðu mála og þau verk sem unnið hefur verið að frá stofnun félagsins.
Kosin var stjórn á fundinum og var ein breyting gerð á aðalmönnum. Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúi E-lista gekk úr stjórn og inn kom Dóra Björk Gunnarsdóttir, frá H-lista.
Uppfært kl. 16.16:
Grímur skipaður af meirihlutanum
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir í samtali við Eyjar.net að meirihluti bæjarstjórnar hafi skipað þau Dóru Björk Gunnarsdóttur, Lúðvík Bergvinsson og Grím Gíslason í stjórnina. Grímur sat áður sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórninni.
Aðspurð um hvort ekki skjóti skökku við að skipa mann áfram í stjórn, sem áður sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins segir Íris að meirihlutanum hafi þótt sérstakt að minnihlutinn skildi ekki vilja halda Grím inni í stjórninni, sér í lagi af því hann var stjórnarformaður og með yfirsýn yfir allt verkefnið. Vegna stöðu verkefnisins hafi nýjum meirihluta þótt það mikilvægt fyrir verkefnið að hann sæti áfram í stjórn Herjólfs ohf. og vorum við að horfa þar til faglegra forsenda.
Stjórnina skipa nú: Lúðvík Bergvinsson, Páll Guðmundsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Arndís Bára Ingimarsdóttir og Grímur Gíslason
Varamenn eru Birna Þórsdóttir Vídó og Halldór Bjarnason

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.