Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Er gerræði hið nýja aukna lýðræði?

31.Júlí'18 | 15:58
IMG_1290

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Nýr meirihluti bæjarstjórnar boðaði í aðdraganda kosninga aukið íbúalýðræði, vandaðri stjórnsýslu og lagði mikla áherslu á aukið upplýsingaflæði og samvinnu. 

Nú þegar nokkrar vikur eru liðnar af kjörtímabilinu eru fulltrúar meirihlutans komnir í hróplega mótsögn við sjálfa sig og hafa þverbrotið kosningaloforðin.

Boðað til hluthafafundar í stjórn Herjólfs ohf. án umboðs bæjarstjórnar

Á fundi bæjarráðs fyrr í dag gerði Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum alvarlegar athugasemdir við boðun hluthafafundar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Bæjarstjóri óskaði eftir hluthafafundi félagsins við stjórnarformann án nokkurrar umræðu eða opinberrar samþykktar bæjarstjórnar. Slík vinnubrögð sýna að verið er að forðast opna og upplýsandi umræðu um ástæðu og grundvöll boðunar slíks fundar þar sem Vestmannaeyjabær er eini hluthafinn. Fundurinn var auk þess boðaður með afar skömmum fyrirvara og draga því bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögmæti hans í efa.

 

Kosning nýrrar stjórnar fer fram á aðalfundi en ekki hluthafafundi

Samkvæmt dagskrá boðaðs hluthafafundar er m.a. kjör nýrrar stjórnar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á dagskrá. Samkvæmt 21. grein samþykkta félagsins stendur: ,,Aðalfundur félagsins kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins og tvo menn í varastjórn” og er aðalfundur  haldinn í lok maí árlega skv. 14. gr samþykkta félagsins. Kjör á nýrri stjórn eru brot á samþykktum félagsins, þar sem slík kosning á að fara fram á aðalfundi stjórnar. Á aðalfundi stjórnar hafa seturétt og eru boðaðir bæjarfulltrúar og fulltrúar fjölmiðla en svo ber ekki við á hluthafafundi. Samkvæmt fundarboði eru einu aðilarnir sem eru boðaðir utan stjórnarmeðlima bæjarstjóri og endurskoðandi félagsins. Bæjarstjóri fer einn með atkvæðisrétt á fundinum og hefur þar með einræði yfir fundinum og skipun nýrrar stjórnar. Kjör á nýrri stjórn framhjá samþykktum félagsins og  án aðkomu fullskipaðrar bæjarstjórnar og án fulltrúa fjölmiðla varpar tortryggni á verkefnið og ber vott um leyndarhyggju.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir fullu trausti á stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og telja ótímabært  að gera breytingar á henni og telja að þær gætu skaðað framgang verkefnisins. Stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. er faglega skipuð einstaklingum með mikla þekkingu og reynslu. Í ljósi viðkvæmrar stöðu verkefnisins þar sem verkefnastjóri félagsins lét nýverið af störfum og stutt er í afhendingu nýrrar ferju telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að breyting á stjórninni á þessum tímapunkti sé verkefninu ekki til framdráttar heldur til þess fallin að tefja verkefnið enn frekar þar sem stjórnarmeðlimir hafa eytt miklum tíma og mikilli orku í framgang verkefnisins

 

Ný vinnubrögð bæjarstjórnar í samgöngumálum Vestmannaeyja?

Fundir nýs meirihluta bæjarstjórnar með samgönguráðherra lýsa nýjum starfsháttum þar sem minnihlutinn var ekki boðaður til fundarins né vissi hann af þeim.

Þetta er ólíkt því sem tíðkast hefur á fundum bæjarstjórnar meirihluta Sjálfstæðisflokksins með samgönguráðuneyti undanfarin ár, þar sem stórir sigrar hafa unnist einmitt fyrir tilstilli og með samstöðu þvert á flokka.

Síðasta bæjarstjórn var af sumum gagnrýnd fyrir spekt og rólyndi, að minnihlutinn hafi ekki verið nógu beittur og að umræðan hafi ekki verið nægilega hvöss. Það skyldi þó aldrei vera að slíkar aðstæður hafi einmitt verið uppi vegna þess að virðing var borin fyrir öllum fulltrúum, öllum var haldið vel upplýstum, farið var eftir vönduðum stjórnsýsluháttum og samstarf og valddreifing tveggja ólíkra flokka var leiðarljósið.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.