Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja
26.Júlí'18 | 10:21„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun.
Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á miðin til veiða. Sú stund var giska langþráð! Breka var siglt úr höfn á þriðjudaginn. Um borð voru rafvirki og einnig tæknimaður frá framleiðanda togspila skipsins til að taka þátt í að stilla búnaðinn og sjá til þess að vinnslukerfið gengi eins og til er stofnað, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
Aðkomumönnunum var skilað í land í morgun og um borð kom Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskvinnslu VSV, áður en lagt var úr höfn nýjan leik. Hann ætlar að taka þátt í fyrsta alvöruveiðitúrnum sem ekki er vitað hve langur verður:
„Menn eru fyrst og fremst ánægðir með að vera komnir í gang. Gera má ráð fyrir að tæki og tól verði áfram stillt og prófuð í dag en með því var reiknað. Þetta lítur allt ágætlega út.“

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.