Forysta flokksins hafði fullan skilning á afstöðu fulltrúaráðs til oddvita flokksins í Suðurkjördæmi

22.Júlí'18 | 10:06
falkinn_baerinn

Mynd/samsett.

Þann 13. júní sl. var samþykkt bókun á aukaaðalfundi sjálfstæðisfélaganna í Eyjum. 

Í þeirri bókun sagði m.a: ,,Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin.”

Er þarna átt við Pál Magnússon, fyrsta þingmann Suðurkjördæmis og var í sömu bókun lýst yfir vantrausti á þingmanninn. Eyjar.net setti sig í samband við Jarl Sigurgeirsson, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna málsins og spurði hann hvort búið væri að funda með forystu flokksins vegna málsins.

„Við fengum formann, varaformann og ritara flokksins á fund fulltrúaráðs um daginn. Þar skýrðum við forystunni frá því hvað lægi að baki ályktun fulltrúaráðs og forysta flokksins skýrði okkur frá þeirra sýn á málin. Fundurinn var fjölmennur, upplýsandi og góður.

Forysta flokksins hafði fullan skilning á afstöðu fulltrúaráðs til oddvita flokksins í Suðurkjördæmi eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Varðandi niðurstöðu eða aðgerðir í því máli þá var fundurinn ekki ætlaður til slíks heldur til upplýsinga fyrir forystu og fulltrúaráð. Að því leyti skilaði fundurinn öllu því sem að var stefnt.” sagir Jarl.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.