Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Ekki full samstaða um samgöngumálin

21.Júlí'18 | 11:45
ny_ferja

Áætlaður afhendingardagur nýrrar ferju er 22. september n.k.

Ekki ríkir fullkomin eining innan bæjarstjórnar Vestmannaeyja um samgöngumálin. Á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn síðastliðinn var bókað um samgöngurnar af bæði meiri- og minnihluta.

Leggja þunga áherslu á að upplýsingagjöf til íbúa varðandi samgöngumál sé bæði ör og ítarleg

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju þess að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa Vegagerðarinnar er afhending nýrrar Vestmannaeyjaferju á áætlun og er afhendingardagur áætlaður 22. september n.k. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa einnig yfir ánægju með að búið sé að ráða skipstjóra og vélstjóra á ferjuna og leggja þunga áherslu á að upplýsingagjöf til íbúa varðandi samgöngumál sé bæði ör og ítarleg. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska að lokum eftir því við bæjarstjóra að hann fari þess á leit við Vegagerðina að leitað verði allra leiða til að auka farþegaflutninga yfir verslunarmannahelgina á sama hátt og gert var á síðasta ári, segir í bókun minnihlutans.

Meirihlutinn lýsir þungum áhyggjum af því hvað hægt gengur að undirbúa móttöku og afhendingu nýrrar ferju

Bæjarfulltrúar meirihlutans lýsir þungum áhyggjum af því hvað hægt gengur að undirbúa móttöku og afhendingu nýrrar ferju. Verkefnið er fyrst og fremst á ábyrgð Vegagerðarinnar í samstarfi við Herjólf OHF sem ynnu að framkvæmd þess. Samgöngustofa hefur enn ekki gefið út lámarks mönnun fyrir skipið en sótt var um það í nóvember s.l. og er það með öllu ótækt. 

Mörg verkefni eru framundan og hefur samgöngurráðherra brugðist við áhyggjum bæjarstjórnar með því að leggja til að skipa starfshóp til að halda utan um verkefnið er markmið að undirbúa móttöku nýrrar ferju og eiga samráð þar til að hún er kominn í rekstur. Hópurinn yrði þannig skipaður tveir fulltrúar Vegagerðarinnar, einn frá ráðuneytinu og tveir frá Vestmannaeyjabæ. 

Taka undir áhyggjur meirihlutans

Í framhaldi af bókun meirihlutans lögðu bæjarfulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir áhyggjur meirihlutans en taka ekki afstöðu að svo stöddu varðandi starfshópinn þar til skipunarbréf hans hefur borist. 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).